Fyrir nokkrum árum líklega þegar ég vann hjá ÆSKR, hlustaði ég stöðuglega á R.E.M. til að slaka á og í bílnum. Ég glataði einhvers staðar uppáhaldsdisknum mínum með þeim, hugsanlega er hann ennþá í diskageymslunni á skrifstofu ÆSKR ég veit ekki
Hins vegar hljómuðu R.E.M. liðar rétt í þessu í hljóðkerfinu hér á COSI-café og mér leið strax miklu betur þrátt fyrir að þurfa að skila ritgerð eftir 3 1/2 tíma sem ég er enn að bisa við og eigi að fara í próf eftir 5 tíma. Ég ætti e.t.v. að fjárfesta í nýjum disk í stað þess týnda.
Automatic for the People!
Ég ákvað að kaupa Automatic for the People á iTunes.
Annars var diskurinn Out of Time líka mikið spilaður.