Einn stærsti gallinn við Visi.is, er hversu illa vefurinn spilar með Firefox og Os X. Afleiðingin er sú að ég notast að jafnaði ekki við vefinn til fréttalesturs eða til sjónvarpsáhorfs. Það gerist hins vegar öðru hvoru að ég tel mig þurfa að sjá eitthvað í boði Baugs, og nú hefur Apple leyst vandamálið mitt. Boot Camp gerir mér mögulegt að ræsa tölvuna með Windows stýrikerfinu og nota Internet Explorer. Þessu fylgir að sjálfsögðu einhver virusahætta, en þar sem ég nota þetta einvörðungu til að horfa á Vísi.is þá er hættan vonandi ekki mikil.
Þú getur líka notað Parallels Desktop sem keyrir Windows í glugga inni í OS X. Ég hef notað það töluvert í vetur og verið ánægður.
Ég vissi af Parallels, en það kostar.
Vissulega, en á móti kemur að þú sleppur við að endurræsa tölvuna og skipta úr einu stýrikerfi í annað til þess eins að horfa fréttir.
Mig grunar að þú sért að vísa til vandræða sem sem stafa af því að Vísir.is er með WMV skrár innlimaðar í síðurnar hjá sér. Engin íbót fylgir með makkavöfrunum til að spila slíkar skrár. Flip4Mac WMV lagar það fyrir FireFox (og Safari/Opera en því miður ekki Camino).
Það er klúður hjá Vísi.is að gera ekki ráð fyrir makka-notendum — í baráttunni við Mbl.is um heimsóknirnar gætu þau c. 10% mögulega skipt máli.
Ég nota Flip4Mac sem gerir mér mögulegt að horfa á wmv, en hins vegar get ég ekki hoppað beint inn í stakar fréttir, heldur þarf alltaf að byrja á byrjun fréttatíma, sem er óþolandi.
Þessu þarf bara að kippa í liðinn 🙂
@Halldór Elías: Ok, hafði ekki rekið mig á það.
Sjálfur nota ég Firefox mest við vefnað en Camino til að vafra. Vísir.is er óbrúkanlegur í Camino: skjámynd.
Lausnin fyrir Vísi.is væri auðvitað að nota annað og almennara skrársnið fyrir myndskeiðin.
Allra best væri að nota Flash. Það hefur víðtæka útbreiðslu, gæðin eru ágæt, skrárnar litlar og virkar á Mac og Windows (hef ekki unnið í Linux svo ég tjái mig ekkert um það).