Þrír dagar eftir

Nú á ég eftir að fara í skólann í þrjá daga á þessu misseri. Reyndar klárast skólinn ekki fyrr en á föstudag í næstu viku, en þar sem ég er einungis í tímum á þriðjudögum og fimmtudögum eru dagarnir bara þrír. Hins vegar á ég eftir tvö heimapróf og eitt verkefni, sem fjalla um jafn ólíka hluti og trúarstef í fjölskyldusögum og notkun þeirra í kirkjustarfi byggt á rannsóknum Diana Garland, greinargerð um helstu einkenni og áhrif pietisma og ecumenisma á kirkjuna í samtímanum. Ég þarf að kynna til sögunnar Friedrich Schleiermacher og Aimee Semple McPherson, auk þess sem hugmyndir mínar um eðli og hlutverk kirkjunnar í ljósi greinargerðar frá Alkirkjuráðinu og skrifa Rausch og Ted Peters, skilningur minn á frelsunarhugtakinu í samspili við önnur trúarbrögð og hvernig sá skilningur mun hafa áhrif á störf mín í kirkju framtíðarinnar kalla á úrlausn.
Öll þessi verkefni þurfa að liggja á borði kennaranna minna ýmist á þriðjudagsmorgun eða fimmtudag í næstu viku. Þannig að e.t.v. væri mér nær að byrja á því að svara einhverju af þessu en að skrifa þessa færslu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.