D og S

Mikið er blogað og bloggað um mögulega stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þar væri á ferðinni öflugur hópur þar sem að Pétrar Blöndalar og Jóhönnur Sigurðardætur gætu ekki sett stólinn fyrir dyrnar í neinum málum, hægt væri að bruna áfram, ekkert stopp. Ef könnun Bifrastar er höfð til hliðsjónar væri afstaða slíkrar ríkisstjórnar í helstu málum líklega á þessa leið.

  • Áframhaldandi stóriðjustefna, aukin áhersla á sátt við íbúa á hverjum stað. sem þýðir á landsbyggðinni áframhaldandi uppbygging stóriðju.
  • Evrópusambandsaðild til umræðu, sem hugsanlegur möguleiki einhvern tímann í framtíðinni. Engar raunverulegar breytingar.
  • Áframhaldandi þátttaka í NATO, óbreytt staða í varnarmálum.
  • Áframhaldandi einkavæðing.
  • Aukin skólagjöld á háskólastigi. Rætt um að mæta skólagjöldum með styrkjum, en áfram leyst með námslánum.
  • Óbreytt kvótakerfi.
  • Áframhaldandi þróun, þar sem einkapraxis tekur yfir þá þætti heilbrigðiskerfisins sem hagnaðarvonin er mest. Óbreytt almannatryggingakerfi.
  • Óbreytt ástand ríkis og kirkju.
  • Verslun með léttvín og bjór gefin frjáls.
  • Möguleiki á að draga úr ríkisstyrkjum og afnema innflutningshöft á landbúnaðarvörum. Án vafa stærsta mál slíkrar ríkisstjórnar. Myndi breyta öllum forsendum landbúnaðar á Íslandi.
  • Óbreytt ástand í málefnum innflytjenda og útlendinga sem koma til starfa í landinu.

One thought on “D og S”

  1. Sæll Elli,
    mér lýst vel á þessi drög að stjórnarsáttmála “mögulegrar” ríkisstjórnar! Ég hygg að það væri líka framsóknarflokknum hollt að taka sér hlé frá ríkisstjórn og safna kröftum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.