Safnaðaruppbygging

Fyrir nokkrum árum var lausnarorð kirkjunnar á Íslandi safnaðaruppbygging. Síðan þá hafa reyndar aðrar nálganir birst, þannig var Stefnumótunarvinna, hugtakið fyrir tveimur árum og er að einhverju leiti enn. Næsta hugtak er handan við hornið, ég er viss um að það mun enda á viðskeytinu -mat. Þó líklega ekki brauðamat, enda þótt brauð sé matur :-). Var þetta ekki fyndið???

Christian A. Schwarz er einn af matreiðslumönnunum í kirkjunni. Ég var að vitna í manninn í andsvari mínu við skrifum Charles Grandison Finney frá 19. öld. Þar benti ég á að þeir komast að svipaðri niðurstöðu um háskólamenntaða presta. En báðir eru þeir hámenntaðir Finney og Schwarz, Finney var t.d. um tíma forseti Oberlin College í Ohio, sem þótti mjög framsækin grunnnámsháskóli í hans tíð og þykir enn.

En ég vitnaði ekki aðeins í Schwarz í andsvarinu, heldur rak ég líka augun í glósublað í blaðabunkanum mínum, þar sem ég punktaði hjá mér það sem mér þykir Þjóðverjinn hafa til málanna að leggja í Safnaðaruppbyggingu og til að ég glati því ekki, ætla ég að punkta það hér einnig.

  • Ef við treystum andanum, þá hlýtur markmið safnaðarstarfs að fjarlægja hindranir fremur en að leitast við að skapa í eigin mætti.
  • Höfnum praktískum lausnum, brennipunkturinn á að vera á prinsip.
  • Höfnum magni, horfum á gæði.
  • Höfnum hugmyndum um að byggja upp, ræktum.
  • Kirkjustarf á ekki að vera markmiðs- eða lausnamiðað, heldur samfélagsmiðað.
  • Spurningin er að virkja og þjálfa fólk.
  • Vinna með smærri hópa. Sterkt smáhópastarf er mikilvægara fyrir gæði en fjölmennar sunnudagsguðsþjónustur.
  • Kirkjan er ekki product/vara heldur samfélag.
  • Hugtökin sem skipta máli eru gagnkvæmni (interdependence), margföldun, kraftur, breytingar, endurnýjun, allir eiga að sigra.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.