Ég var að lesa Letty Russell fyrir tíma í Systematic Theology í kvöld og rak augun í þetta.
The practice of hospitality is just as subject to deformation and misuse as any other aspect of the life of the church. Like election, hospitality can be turned into a means of domination and prestige. This happens when those offering hospitality do so on their own terms instead of in dialogue with those who have been excluded or/and dominated.
Mér þætti vænt um að sjá dæmi um það sem hún á við.
http://findarticles.com/p/articles/mi_qa3664/is_199601/ai_n8744534/print er slóðin á greinina.
Hún nefnir engin dæmi, en í tíma í kvöld var rætt nokkuð um GLBT samfélög og viðbrögð kirkna í BNA við þeim.
Takk fyrir þetta, Elli.
Væri ekki Vinaleið og leikskólatrúboð afbragðs dæmi? Þar er verið að bjóða “þjónustu” sem veldur “leiðindum”.
Nei, ætli viðhorf kirkjunnar til samkynhneigðra sé ekki betra dæmi um gestristni hennar: ” … hospitality can be turned into a means of domination and prestige. This happens when those offering hospitality do so on their own terms instead of in dialogue with those who have been excluded or/and dominated.”
Kirkjan býður samkynhneigðum velkomna á hennar eigin forsendum, en ekki í samtali við þá þar sem þeir fá inngöngu á þeirra forsendum og sérstaða þeirra viðurkennd.
Þetta er auðvitað enginn dialog og heldur ekkert raunveruleg heimboð, því hver vill taka þátt í samræðum þar sem einungis skoðun viðmælandans fær að heyrast, eða þiggja heimboð þar sem gestgjafinn ákveður allt: klæðnað, umræðuefni, osfrv.?
Það er rétt Torfi, þitt dæmi er betra.