Það verður að segjast að það virðist vegið hart í Morgunblaðinu í dag. Spurningin sem hlýtur að vakna við lestur þessarar greinar er, hver okkar þriggja er ekki alvöru karlmaður?
Þegar betur er að gáð sést hins vegar að verið er að ræða um vígslur í tíð Karls, og þá hlýtur önnur spurning að vakna. Hver er hinn? Því ég fæ ekki betur séð en að Jón Jóhannsson sé eini karldjákninn sem hefur fengið vígslu til starfa í þjóðkirkjunni í tíð Karls. En e.t.v. fer ég hér með rangt mál, það væri svo sem ekki í fyrsta sinn.
Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.