Það gerist stundum að vitnað er í Mannréttindadómstól Evrópu þegar mikið liggur við. Þannig heyrðist hátt í góðum mönnum um misrétti í íslenska skólakerfinu nýlega. Hins vegar er gaman að segja frá því að 1972 féll dómur í slíku máli gegn Danmörku hjá dómstólnum. Þar kröfðust foreldrar þess að kynfræðsla væri afnumin í skólum, þar sem áherslur og skilningur fræðara væri ekki í samræmi við trúarlegan skilning foreldra. Dómstóllinn sýknaði danska ríkið á þeim forsendum að dönsk lög leyfðu stofnun einkaskóla sem væru fjármagnaðir að hluta af ríkinu og þannig væri innbyggð í kerfið leið fyrir foreldra til að forðast fræðslu/þjónustu í skólakerfinu sem hentaði þeim ekki.
Það hefur hins vegar komið í ljós síðar, að stífni danska ríkisins og tilraunir til að halda úti námsefni sem er umdeilt án tilslakana og samráðs við smærri og stærri þrýstihópa, hefur ýtt undir aðgreiningu í samfélaginu, sér í lagi í tilfelli innflytjenda sem hafa kosið leið sérskólanna, til að forðast árekstra.
Ekki líkja saman trúboði annars vegar og kynfræðslu hinsvegar.
Gerðu það.
Í alvöru.
Matti, ég vona að þú teljir ekki að ég sé að verja málstað þeirra sem hafna kynfræðslunni. Ég er einfaldlega að benda á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli sem snýr að fræðslu/þjónustu sem foreldrar telja að eigi ekki heima í almennum skólum. Niðurstaða dómstólsins er að ef til staðar sé möguleiki að hafna fræðslunni/þjónustunni á einhvern hátt, þá sé fræðslan/þjónustan heimil.
Það er munur á fræðslu og þjónustu í þessari umræðu.
Látum JVJ sjá um að rugla þessu saman 🙂
Ég verð að viðurkenna að mér brá yfir þessari niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. En ég sé ekki betur en að hugtakið þjónusta sé mun veikara en fræðsla í þessari umræðu. Það merkir í raun að niðurstaðan er að öllum líkindum fordæmisgefandi. En ég skal ekki fullyrða.