Það er einnig vert skoðunar, hvernig borgarmyndun færir trúarlegan ágreining af félagslegum/menningarlegum stalli, yfir á deilur um kenningar. Það gæti hjálpað til við að útskýra hvers vegna austurkirkjan hefur ekki klofnað á sama hátt og vesturkirkjan gerði. En borgarmyndun vestanmegin á síðmiðöldum, átti sér ekki stað á sama hátt í austri, þar sem meginþorri fólks í austrinu lifði í dreifðari byggðum.