Fasta

Their abstinence includes also refraining from many kinds of self-punitive thoughts or behaviors or obsessive forms of control. For someone else, fasting from TV or computer games might similarly open up raw, empty time before God as compulsively driven forms of behavior are gradually withdrawn. (Lisa Dahill, Truly Present, p. 59)

Þar sem föstuatferli er stór hluti af trúarlífi mannkyns, í flestum trúarbrögðum, tilraun til að takast á við og ná stjórn á lífi sínu hef ég ákveðið að taka mér hlé frá blogg-skrifum hér á annál og blog.is fram yfir kyrruviku. Þá hyggst ég ekki lesa vefsíður og bloggsvæði sem ég skanna að öðru jöfnu daglega á þessum tíma. Þar sem ég hyggst jafnframt draga úr fréttalestri frá Íslandi, mun ég heldur ekki svara fyrirspurnum á tölvupósti um afstöðu til hinna ýmsu málaflokka á þessu tímabili. Rétt er þó að taka fram að fréttir af fjölskyldunni, munu birtast sem fyrr á hrafnar.net þegar og ef það á við.

Fyrir áhugasama um föstu og aðferðir til að takast á við hana, bendi ég á bókina Truly Present eftir Lisa Dahill, en 5. kafli bókar hennar gæti verið gagnlegur.