Sat í fyrirlestri um “The Historical Jesus” rétt í þessu. Þar voru kynntar fyrir okkur á áhugaverðan hátt, rannsóknir sagnfræðinga á því hvaða staðreyndir um Jesús séu taldar sagnfræðilega gildar. Þar er notast við kríteríur eins og fjölbreytni heimilda, markmið frásagnar, málfar og umhverfi, samhengi við aðrar sagnfræðilegar gildar niðurstöður og loks hvort frásögn rýmar við heimsmynd í kjölfar upplýsingar.
Það ætti að vera óþarfi að segja upplýstum lesendum þessa annáls að upprisa Krists uppfyllir ekki þessar kríteríur (þó N.T. Wright telji að svo sé í nýrri bók), hið sama má segja um meyfæðingu, “sem var ekki einu sinni hægt að sannreyna á staðnum”, ekki verður fullyrt að Jesús hafi sagt söguna um miskunnsama Samverjann og kristniboðsskipunin er ekki talinn sagnfræðilega gild.
En hitt kom þó fram, sem ekki er síður mikilvægt. Skv. rannsóknum Dr. Mark Allan Powell, m.a. á Lk 7.34 og Mt 11.19 er hægt að álykta að Jesús hafi verið í breiðara lagi og þótt sopinn góður.
6 thoughts on “Mathákur og vínsvelgur”
Comments are closed.
Það er nú löngu vitað að Jesús hafi verið átvagl og vínsvelgur, ef hann hefur þá verið til, en hitt mun vera ný og byltingarkennd uppgötvun að hann hafi verið í breiðara lagi. Það ætti að hjálpa mörgum, ég nefni engin nöfn, að samsama sig meistaranum enn betur.
Ein af rökunum sem notuð eru skyldist mér að byggðu á því að þú uppnefnir ekki síðhærðan mann sköllóttan. En þessi uppgötvun hjálpar mér án vafa að takast á við líkamssjálfsmynd mína.
Hvað áttu eiginlega við með þessu?
Þú beitir þessum rökum í umræðu á vefnum mínum fyrir nokkrum dögum “Fólk lifnar ekki við”. Ergó: Upprisan er ekki raunveruleg. Í leitinni að “Historical Jesus” eru þessi rök oft grundvallandi. Ef frásagan passar ekki í heimsmynd okkar er hún ekki sagnfræðilega gild, burtséð frá hinum kriteriunum fjórum.
Mig grunaði að þú værir að tala um þetta. Mér fannst þetta bara undarleg orðað. Óttaðist það að þetta væri einhvers konar vísun í “fordóma heimsmyndar efnishyggjunnar”.
Perónulega myndi ég frekar segja: “Ergó: Þar af leiðandi er upprisan afar, afar … afar ólíkleg.”
John Bell nokkur sem ég hef setið í fyrirlestrum hjá síðustu daga sagði frá nýrri skemmtilegri nálgun unglingahóps um ,,Brúðkaupið í Kana”. Þau komust að því að: