Á Vísi.is er frétt í dag um að stjórnvöld hunsi ábendingar um rússneskar þyrlur í stað Super Puma eða Sikorksky. Það sem fylgir ekki er að “MI-172” þyrlurnar frá Kazan Helicopters hafa verið í stöðugri þróun síðustu ár og eru um það bil að fara að fá heimild rússneskra yfirvalda sem viðurkennt farartæki fyrir farþega.
Eins er gert ráð fyrir að þróun vélarinnar leiði til þess fljótlega að hún standist reglugerðir FAA. Framleiðslustaðlar á rússneskum græjum eru því miður fremur óljósir, upplýsingar um slys á rússneskum hertækjum liggja ekki fyrir og því alls óljóst hvort eitthvað sé að marka tölur um áreiðanleika “MI-172”.
Vissulega eru fimm milljarðar miklir peningar, en næstríkasta þjóð í heimi á ekki að notast við skran þegar kemur að rekstri björgunarþyrla.