Í Dispatch í dag kemur fram sú merkilega staðreynd að innan við 70 milljónir Bandaríkjamanna hafa vegabréf, en þjóðin telur rétt um 300 milljónir íbúa. Reyndar er á það bent að fram til þessa hefur ekki þurft vegabréf til Kanada og karabíska hafsins. Það er hins vegar að breytast um næstu áramót og allt eins búist við mikilli aukningu á útgáfu slíkra bréfa í kjölfarið.