Í Morgunblaðinu í dag bendir greinarhöfundur á mikilvægi hugmynda Peter Drucker um stjórnun félagsheilda, sér í lagi þegar kemur að frjálsum félagasamtökum (e. NGO). Þannig ber hann saman eðli og þjónustu mismunandi félagsheilda. Þetta væri gaman að skoða í ljósi hugmynda um eðli og hlutverk þjóðkirkjunnar.