Hvert er hlutverk þjóðkirkjunnar er spurt á trú.is vefnum nýlega. Svarið er vel unnið og vandað af hendi Öddu Steinu eins og búast má við. Ég saknaði hins vegar baráttunnar í svarinu. Hér í BNA í hópi Left-wing Christians er stundum talað um að hlutverk kirkjunnar sé
[t]o Comfort The Disturbed, and to Disturb the Comfortable
og á þann hátt séum við að feta í fótspor frelsarans. Svo virðist sem að eðli þjóðkirkjuhugsunar sé að gleyma síðari hlutanum, en leitast einmitt við að styðja og styrkja ríkjandi ástand. Hér er má velta fyrir sér hvort að það leiði svo til þess að kirkjan lendi í
[t]o Comfort The Comfortable, and Disturb the Disturbed.
Góð ábending. Skrifaðu þetta endilega sem ummæli við svarið svo við fáum smá umræðu um þetta á vefnum.
Sent inn sem ummæli á tru.is að ábendingu Árna Svans.
Til að halda því til haga, ég rakst í þessu á gamla færslu eftir sjálfan mig þar sem ég velti þessu fyrir mér. http://elli.annall.is/2004-06-09/23.36.51