Að deila ábyrgð

Það er sárt til þess að vita að tilnefningar leikmanna til Kirkjuþings að þessu sinni skyldu fara á þann veg sem raun ber vitni. Þannig virðist okkur æskulýðsfrömuðum kirkjunnar síðustu 15 árin algjörlega hafa mistekist að kalla ungt fólk til ábyrgðar á kirkjunni.

Ég tók saman aldursdreifingu þeirra sem tilnefndir eru. Niðurstaðan er svona.

Yngri en 30 ára: ENGINN
Milli 30 og 40 ára: 4 einstaklingar / við lok kjörtímabils: 1
Milli 40 og 50 ára: 19 einstaklingar / við lok kjörtímabils: 8
Milli 50 og 60 ára: 27 einstaklingar / við lok kjörtímabils: 30
Milli 60 og 70 ára: 21 einstaklingar / við lok kjörtímabils: 23
Eldri en 70 ára: 5 einstaklingar / við lok kjörtímabils: 14 

Enn hefur ekki verið kosið milli þeirra sem tilnefndir eru og hér er ekki um að ræða niðurstöðu kosninga. Hins vegar er ljóst að ályktunin á þingi Lútherska Heimssambandsins í Winnipeg 2003 hefur ekki náð til Íslands.

The Assembly voted to urge all member churches to encourage the participation of youth in the worship and decision-making processes at all levels.
 

Það er þó ekki eins og þetta sé nýtilkomið ákall frá Lútherska heimssambandinu en 1990 var kallað eftir að kirkjurnar miðuðu við að ekki færri en 40% þátttakenda á heimsþingum væru konur, a.m.k. 40% karlar og ekki minna en 20% af heildarhópnum undir þrítugu.

5 thoughts on “Að deila ábyrgð”

  1. ég held að reglurnar séu þannig að sóknarnefndarfólk tilnefni leikmenn og vígðir tilnefni vígða…

  2. Tilnefningarnar koma frá sóknarnefndum og það er hægt að lýsa yfir áhuga á að vera í framboði við þær. Sóknarnefnd er heimilt en ekki skylt að verða við slíkum áhuga. Endanlegur listi er síðan samþykktur á Kjördæmisfundi. Á kjördæmisfundi sitja formenn sóknarnefnda og þeir sem tilnefndir eru af hverri sóknarnefnd fyrir sig.

  3. Þér hefur ekki mistekist að kalla ungt fólk til kirkjunnar, Elli, en kirkjunni er stjórnað af miðaldra körlum og þeir vilja ekki ógnandi “kjúklinga” í ábyrgðarstöður.Það er svo hættulegt að fá nýja og ferska hugsun í kirkjuna því það ógnar valdakerfi þessarar kynslóðar karla sem öllu ræður. Miðaldra karlar, eða milli 50 og 60 ára, skipa mestu áhrifastöður kirkjunnar (sbr.töfluna þína). Biskup, prófastar, vígslubiskupar, biskupsritarar, kirkjuþingsmenn…menn í ráðum og nefndum ýmsum, eru meira og minna fimmtugir karlar og eldri. Völd þeirra eru og enda mikil og þeir eru hræddir við yngra fólkið. Talað er um “æskudýrkun” á atvinnumarkaðinum þegar ungt fólk fær góð störf. Það er feðraveldið sem talar þar og það er svo sannarlega sterkt í kirkjunni. Ég bíð eftir þeim degi er við fáum þrítuga lesbíu, af asískum uppruna, í verulega feitt embætti í kirkjuna. Kannski væri það merki um breyttan hugsunarhátt..

  4. Reyndar segir þarna ekkert um kyn, hvað þá kynhneigð, heldur aðeins um aldur. Talaðu því ekki niðrandi um miðaldra karla, Guðmundur!

Comments are closed.