Byssubrjálæði

Ég hef oft heyrt að BNA-búar séu byssubrjálaðir, en fyrstu vikurnar hér hafa svo sem ekki bent til þess. Reyndar var í fréttum í gær að byssubrjálæðingur hefði skotið löggu niður við Eastland Mall og síðan sér maður víða byssubannsmiða, t.d. á opinberum byggingum. En það er einmitt það byssubann.
En í dag var mér verulega brugðið. Með Columbus dispatch nú í morgun var auglýsingabæklingur frá Buckeye Outdoors. Nú veit ég að ég get fengið notaða 9mm Glock á $399 og Smith&Wesson Model 629 Classic 44 Magnum kostar $569.99. Það er e.t.v. skiljanlegt að auglýsa skammbyssur sem fólk getur notað til að verja sig, fyrst menningin er á þá leið en mér var samt brugðið. En á bls 3 í byssubæklingnum var síðan það sem gerði útslagið. Það er sem sagt hægt að kaupa sér AK-47 hríðskotabyssu í Buckeye Outdoors. Verðið er meira að segja ásættanlegt eða $399.99.

3 thoughts on “Byssubrjálæði”

  1. AK-47 kostar jafnmikið og Glock, kr. 26.000. Almennilegur haglari, notaður, kostar meira hjá Joa byssusmið. Gettu af hverju hríðskotabyssan er svona vinsæl meðal stríðandi herja 3ja og 4ða heims!

  2. Ekki láta plata þig Elli. AK á 400$ er rippoff. Í öllum öðrum 3.heims ríkjum færðu amk 8 ef ekki 10 svona riffla fyrir 400 dollara.

  3. svo er hægt að kaupa jarðsprengjur víða í Asíu og Afríku á 5 dollara stykkið….. henntar vel í nágrannaerjur.

Comments are closed.