Okkur hjónum var boðið á laugardagskvöldið í mat til Kirtley-hjónanna, en dóttir þeirra Addie, er í bekknum hennar Önnu Laufeyjar. Í matarboðinu brutum við ýmsar grunnreglur sem gilda um heimboð til fólks sem við þekkjum lítið. Þannig var rætt bæði rætt um stjórnmál og trúmál í boðinu.
Fjölskyldufaðirinn, David, spurði mig nefnilega út í stöðu Íslands og hvort við værum jafnaðarríki með sterku velferðarkerfi og með háa skatta. Ég notaði tækifærið og útskýrði að ég væri í fæðingarorlofi hjá íslenska ríkinu og fengi 80% þeirra launa sem ég hafði áður en leyfið hófst. Í kjölfarið ræddum við m.a. um heilsutryggingar og þar benti hann mér á að hið opna markaðskerfi og lélegar almenningstryggingar illu því að mjög erfitt væri að stofna sprotafyrirtæki í BNA. Vel menntaðir einstaklingar í BNA kjósa að vinna hjá öðrum og hafa heilsutryggingu sem hluta af launakjörum. Það væri nefnilega mjög dýrt að tryggja sig sjálfstætt. Þannig fylgdi því ekki aðeins fjárhagsleg áhætta að stofna fyrirtæki, heldur yrði fjölskyldan af heilsutryggingum. Þannig virkaði valfrelsi varðandi heilsutryggingar neikvætt á frumkvöðla og nýsköpun í atvinnulífi. David hafði samanburð af Kanada og sagði að þar væri frumkvæðið meira, því almenningstryggingar væru góðar.
Hér má einnig velta upp þeirri staðreynd að möguleikar einstaklinga til að yfirgefa vinnustað, þar sem þeim líður illa eru verri í frelsinu hér í BNA, en þar sem almenningstryggingakerfið er gott. Vinnukraftur hér í BNA er háður vinnuveitanda sínum vegna heilsutrygginga og á því mun verra með að nýta sér frelsi sitt til að fara annað.
Ástæða þess að ég skrifa færslu um þetta hér, er að ég var ekki meðvitaður um ofangreindan markaðsbrest og fannst mjög áhugavert að heyra um hann. Leitin að lágmarksríkinu er sístæð og þessi brestur er skemmtilegur flötur á þeirri umræðu.
One thought on “Mótsögn markaðarins”
Comments are closed.
Sæll Elli, og takk fyrir þessa færslu. Gaman að pæla í skandinavíska velferðarríkinu og rótum þess. Hef gert það m.a. hér: http://tru.is/postilla/2005/10/samraeda-og-fyrirgefning/ og hér: http://www.annall.is/skuli/2004-09-19/11.14.17