Vantar þig…

Við hjónin erum að flytja af landi brott á annan í jólum eins og einhverjum er kunnugt, nú sitjum við uppi með nokkra hluti sem gott væri að koma í verð núna í kaupæðinu fyrir jólin.
Siemens örbylgjuofn – stór 750W (held ég). Hefur nýst mjög vel til poppkornsgerðar. Matreiðslubækur geta fylgt. Verð: 7.000 krónur.
Billy stofuskápur með glerhurðum og lýsingu – 80x202cm. Mjög vel með farin, með glerhillum og hefur verið nýttur undir glös og glæsilegt Biblíusafn. 10.000 kr. – SELDUR (20/12/05 18:40)
Hægindastóll með skemli – frá IKEA. Ágætur hægindastöll með fjórum fótum, ekki límtrésfæti. Alvöru húsmóðurstóll. – 5.000 krónur.
Standlampar – Tveir glæsilegir en um leið einfaldir standlampar úr IKEA í Danmörku. 750 krónur/stk.

Einnig eru til sölu:
10 ára þvottavél frá Siemens, nýyfirfarin. Kostar ný um 100þús og fæst á 35.000 krónur.
Barkaþurrkari (2ja ára) Siemens á 15.000 krónur.
Kommóða/skiptiborð á 3.000 krónur.

Ef þú hefur áhuga er hægt að senda mail á sala@ispeculate.wpmudev.host.

One thought on “Vantar þig…”

Comments are closed.