Áskrift að Morgunblaðinu

Vegna þeirra blaðaskrifa sem átt hafa sér stað síðustu daga, sér í lagi viðbrögð yfirmanns Haga og bréf Gunnar Inga læknis í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu tók ég þá ákvörðun í gær að gerast á ný áskrifandi að Morgunblaðinu. Enda er með ólíkindum að eigendur og yfirmenn eins stærsta fyrirtækis á landinu skuli voga sér að heimta fund um fréttastefnu fjölmiðils.

One thought on “Áskrift að Morgunblaðinu”

  1. Ég gerði einmitt þveröfugt. Ég sagði Mogganum upp vegna afspyrnu ómerkilegrar blaðamennsku hans. Steininn tók þó úr þegar Styrmir skrifaði opnugrein sína sem átti að fjalla um Baugsmálið á breiðari grundvelli en var svo fullt af dylgjum. Kórónan var svo sett á allt sullumbullið þegar fullyrt var að Baugsmenn hafi hóta Sullubergi. Þó var í þeirri frétt hvergi vísað til heimilda, annarra en fullyrðingu umrædds Sullubergs. Seinna kom í ljós að “hótunin” var texti Spilverksins: “Guð hjálpar þeim sem hjálpast að”! Já, verði þér að góðu Elli. Reyndar þarftu ekki að gerast áskrifandi að Mogganum til að fylgjast með áróðrinum gegn Baugi. Þér nægir að lesa Blaðið til þess.

Comments are closed.