Það eru tvær síður á Moggavefnum þessa dagana sem vekja hjá mér sterkar tilfinningar. Annars vegar má sjá starfið mitt auglýst á atvinnuvefnum (fram til 8. september) og hins vegar birtist íbúðin mín á sölu rétt í þessu. Svona er lífið!!!
6 thoughts on “Breytingar”
Comments are closed.
Og hvad verdur um thig, Elli minn?
Hann ætlar að gerast formælandi KEA – það sýndist mér þegar ég leit í flýti á forsíðu annálsins hans.
Nei, ekki hyggst ég norður, enda komumst við hjónin að því fyrir nokkrum árum að þar gætum við ekki búið, enda engin McDonalds-inn. Svo við ætlum að flytja til Ohio milli jóla og nýárs, heimili hamborgaranna og flugsins.
Það hlýtur að vera magnað að sjá tvo fasta punkta í tilverunni – starf og heimili – auglýst á sama tíma. Vona að þið finnið góðan eftirmann og að íbúðin seljist hratt og vel. Það verður gott að vita af góðu fólki í Ohio!
Góða ferð Elli og ég vona að ykkur vegni vel í Ohio, en má maður spyrja, hvað veldur þessu? Hvað bíður þar?
Konan mín er að fara í doktorsnám í Tölfræði við Ohio State University í janúar og ég er að fara í meistaranám í leikmannafræðum (lay ministry) í september 2006 við Trinity Lutheran Seminary.