Sú fullyrðing að sóknarprestar séu ekki undir hið kirkjulega vald settir, heldur séu embættismenn ríkisins og óháðir kirkjunni, er sársaukafyllri en tárum taki. Þegar svo því er bætt við að sóknarprestar séu einvörðungu háðir ráðherravaldi og þurfi ekki að svara fyrir neinum öðrum þá er mér öllum lokið. Ef málarekstur Sveins Andra og skjólstæðings hans er á einhverjum rökum reistur, sem ég hef ekki lögfræðilegar forsendur til að fullyrða um, þá er ljóst að fullur aðskilnaður ríkis og kirkju er nauðsynlegur núna STRAX!
One thought on “Ríkisstarfsmenn”
Comments are closed.
Má til sanns vegar færa. En ég held, miðað við þann aragrúa mála sem Sveinn Andri tekur að sér, að þá sé kirkjan ekki í neinnu hættu þar. Hann talar eins og fyrsta flokks tækifærissinni. Hans Markús dæmir sig sjálfur.