Bjánaskapur

Í tilraun minni til að halda umræðu hér á annálnum lausri við skítkast, alhæfingar og uppnefni tókst mér vægast sagt illa upp. Færslan sem sé skemmdist og vefurinn hvarf tímabundið. Þegar ég svo eyddi færslunni hurfu allar athugasemdir í gleymskunnar dá. Ég held ég skilji um margt orð Óla Gneista:

Það að breyta kommentum er jafnvel heimskulegra en árátta Árna að strika yfir allt sem honum líkar ekki.

Og ég skil að honum finnist þetta um mig:

Þér hefur tekist ágætlega að sýna þinn innri mann, ég hélt nú að þú værir aðeins skárri en hinir.

Hins vegar eru þetta að sjálfsögðu færslur sem bæta litlu við umræðuna um samband skólans og kirkjunnar og því mun ég halda mig við það að eyða þeim úr þeim ummælabunka. Óla Gneista verður bara að finnast ég fífl og asni. Hvort ég muni svo gera þetta með færslur í framtíðinni er alls óljóst, enda virðist hugmyndin mín ekki hafa verið góð.

Lagað 24. febrúar 1:32

4 thoughts on “Bjánaskapur”

  1. Hvað með að prufa að skrifa nafnið mitt rétt? Og það er enginn að skammast út í að þú eyðir kommentum, það er miklu heiðarlegra en að breyta þeim.

  2. Fyrirgefðu, ætlunin var ekki að fara vitlaust með nafnið þitt. Þetta með að eyða kommentum er að sjálfsögðu miklu gáfulegra. Þetta var einfaldlega meinloka.

  3. Líklega er til afrit af ummælunum (veltur þó á atburðarásinni þegar þú varst að eyða). Ég get athugað það í byrjun næstu viku. Er í Eistlandi og er því læstur úti af vefþóninum þessa stundina vegna strangra öryggisráðstafana.

Comments are closed.