iCal er snilld

Ég hef komist að því að eitt skemmtilegasta forritið á nýju iBookinni minni er iCal. M.a. er mjög auðvelt að gera hvers kyns dagatöl til að birta á vefnum.

Eins er hægt að nálgast hvers kyns dagatöl á vefnum, svo sem á http://icalshare.com/, til að setja í ­ iCal-inn sinn, sem síðan má uppfæra reglulega ýmist sjálfvirkt t.d. vikulega eða handvirkt ef breytingar verða á dagatalinu á vefnum. Dæmi um dagatal sem er búið til í iCal og birt á vefnum er þetta sem má einnig setja í­ eigið iCal á Macintosh. Inn í­ iCal get ég stjórnað hvaða dagatöl birtast á skjánum með einum smelli.
Mikið væri gaman ef dagatal kirkjunnar á kirkjan.is væri fáanlegt á .ics formi og gæti komið inn á­ iCal-inn minn.

4 thoughts on “iCal er snilld”

  1. Sé ekki betur en að textinn sem er “í rugli” sé á utf-8 formi, en síðan er með iso-8859-1 sniði. Varstu að klippa þennan texta úr einhverjum editor ?

  2. Til hamingju með uppgötvunina. Já, það vildi ég líka að hægt væri að fá dagskrá kirkjunnar sem ics, en það útheimtir nokkrar róttækar breytingar … Nú er bara að sannfæra Árna Svan og Örvar um að þetta sé sniðugt.

Comments are closed.