Þið munuð öll deyja …

Hvernig útskýra Íslendingar fyrir sjálfum sér og öðrum, þegar 1/3 þjóðarinnar stendur niður við höfn og syngur í kór, í rokkaðri pönkstemmningu: Þið munuð öll, þið munuð öll DEYJA!

Þarfnast þetta annars ekki einhverrar útskýringar?

4 thoughts on “Þið munuð öll deyja …”

  1. Það þarf bara að skoða þetta í sögulegu ljósi. Lag Bubba lýsir vel þeim ótta (og í raun þeirri sannfæringu) sem ríkti á kaldastríðstímabilinu. það var ekki spurning hvort kjarnorkuvopn yrðu notuð heldur hvenær.

  2. Og sjá svipinn á litlu grísunum á þessum stærstu útitónleikum Íslandssögunnar þegar þeir horfðu á foreldrana kyrja hástöfum, þið munuð stikna… þið munuð brenna… og svo framvegis 🙂

  3. Ég er með vissa kenningu í þessu sambandi, sem ég vil endilega koma á framfæri. Fólk almennt pælir ekki ekki í innihaldi sönglagatexta, heldur syngur með vélrænt og í stemningu. Það er lagið sem er aðalatriðið. Ég held að það hafi verið harla fáir Íslendingar sem trúðu því að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefði þau seguláhrif sem Bubbi yrkir um (þó skildi ég aldrei hvað hann meinti með að sprengjan kæmi úr öfugri átt). Textinn var hins vegar fínn í baráttunni gegn herstöðinni og nýtist að sjálfsögðu enn, sem segull fyrir “terroristana”. Kirkjulega hef ég annað dæmi um hve fólk pælir lítið í innihald texta. Kirkjukórar syngja “orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti” án þess að blikna, hvað þá blána – en tekur svo við sér þegar því er bent á hve klúr þessi lína er ;-)). Kenning mín er sú að íslensk alþýða hafi snemma vanist svo lélegum sálmakveðskap, sbr. Leirgerði árið 1801, að það hætti gjörsamlega að hugsa um innihaldið heldur söng með grípandi laglínunum …

  4. Jafnvel þó textinn sé ekki settur í sögulegt samhengi þá virðist mér nú þetta vera einn almennasti sannleikur mannkynssögunnar. Mér finnst þetta því bara holl áminning í dægurmenningunni. 🙂

Comments are closed.