Stundum er maður ögn of sjálfhverfur. Mér flaug í hug færsla eftir sjálfan mig á trúmálaþráðum striksins fyrir nokkrum árum (lítillega breytt):
það er auðvelt að lifa í svart-hvítum heimi þar sem allt er annað tveggja, rétt eða rangt. Eini vandinn, er að slíkur heimur er EKKI til.
Af þeim sökum verða svör kirkjunnar oft lengri en bara JÁ eða NEI.
Hvað varðar svör þjóðkirkjunnar við álitamálum, mundi ég orða það svo að þjóðkirkjan segi: Í ljósi Jesú Krists, má ætla að í einhverjum hugsanlegum tilfellum sé hægt að sjá fyrir sér að í viðkomandi álitamáli sem varða lítinn hluta einstaklinga geti verið réttlætanlegt að segja að ekki sé allt sem sýnist. 🙂
Auðvelt að lifa í heimi sem er ekki til (-: ??
Til þess að það sé réttlætanlegt þarf að sjálfsögðu að rökstyðja fullyrðinguna.