Ég fletti upp í lagasafninu rétt í þess vegna færslu hjá Matta. Hvers vegna er þetta í gildi?
Prestarnir á Íslandi skulu, hver einn fyrir sig, vera skyldir til, í minnsta máta tvisvar á ári, að vitja þeirra safnaðar í þeirra hús og híbýli, og það hvers húss og bústaðar í þeim sama; en hvar sóknin er lítil, ellegar engin annexía finnst, skal hann oftar taka sér fyrir þessa nauðsynlegu höndlun, hvar með prófasturinn í hverju héraði skal hafa kostgæfilega tilsjón, og sömuleiðis biskupinn með sérhverju tækifæri alvarlega tilhalda honum viðkomandi próföstum og prestum, að þeir forsómi hér ekkert í. Finnist nokkur prestur vanrækinn þar í, þá áminnist hann í fyrsta sinni af prófasti, en verði það annað sinn, þá mulcterist hann eftir síns kalls inntekt, og sinni formegan, hverri peningamulct að víxlast skal til fátækra barna uppfræðingar.
Ég skil ekki hvað þessi lög eru að gera í lagasafni Alþingis. Það er mun gagnlegri lögum leyft að fjúka.