Það er alltaf gaman að velta fyrir sér netkönnunum. Birgir.com bendir á eina http://www.politicalcompass.org/. Það er gaman að segja frá því að ég stend eins og hér segir:
Economic Left/Right: -2.62
Social Libertarian/Authoritarian: -5.79
Ég stend í sama fjórðungi og Birgir en er samt ekki alveg jafn öfgafullur og hann. En það kannski lagast.
Bíddu ertu þá vinstri maður? Ég taldi af skrifum þínum að þú værir til hægri!!!
Blessaður Þorkell, þú hefur væntanlega áliktað það út frá skrifum mínum um breytingar á fjölmiðlalögum. Stuðningur minn við fjölmiðlalögin er algjörlega á þeim forsendum að ég vil takmarka völd auðmanna í þjóðfélaginu. Slíkar hugmyndir eru yfirleitt til vinstri.
Ég held að allir vinstrimenn hljóti að sjá nauðsyn þess að lög um eignamyndun séu til. En ef þau lög ganga út yfir alla þjófabálk og eru þar að auki keyrð í gegn á fasískum forsendum hlýtur maður að rísa gegn því að þau taki gildi. Svona lög verður að ígrunda vel ef þau eiga að koma fólkinu til góða.
Skemmtileg athugasemd hjá Kela. Mér finnst hún svolítið sýna hvað umræðan um fjölmiðlafrumvarpið er komin út í miklar ógöngur. Menn halda að þetta sé eitthvert hægrimál! En með frumvarpinu er ekki síst komið til móts við viðhorf og kröfur vinstrimanna, en stjórnarandstaðan skipti þá allt í einu um ham og snerist öndverð gegn lögunum af andstöðu við persónu Davíðs. Það verður gaman að sjá um hvað þjóðaratkvæðagreiðslan verður. 😉
Birgir er í raun búinn að segja það sem ég vildi sagt hafa um þetta. Tek undir hans orð.