Fjölskyldan fór á Listasafn Íslands í gær. Sem betur fer er þar barnahorn, því ekki var allt við hæfi 5 ára sem þar var sýnt.
Sýningin einkenndist af sama tilfinninga- og tilgangsleysi og Fíllinn hans Gus. Það var helst samruni manns og apa sem kveikti í manni ásamt verkinu Placebo, eftir Felix Gonzalez-Torres. Hins vegar er tvíræðnin fólgin í nafninu eins og Jenný benti mér á. Nánd við verkið er ekki annað en tilbúnar tilfinningar, myndaðar án tengsla við raunveruleikann, lyfleysa.
Upphafning Hoover-ryksugunnar, tilgangsleysi húsmóðurinnar og rimlarúmið sem listaverk kölluðust í huga mínum á við líf Michelle sem enginn sá í Fílnum. Ef Michelle hefði lifað, hefði hún ekki endað líf sitt óhamingjusöm með sígarettu í munni, hárþurrku á kolli, lesandi tímarit í snjáðu sófasetti.
Ég held þetta sé kallað póst-módernismi í tjáningu listarinnar. Það er endurspeglun þúsundklasa lífsins eftir sprenginguna miklu, velferðina. Er ekki viss að tilfinninganándin sé þar útlæg ger en hún er fremur byggð upp á andartakinu en endurtekningunni…en ég á eftir að sjá sýninguna sjálfa, þó ég þekki sum verkin, þannig mér er réttast að segja ekki meira fyrr en þá og takk fyrir innsýnina.