Námið

Ég velti stundum fyrir mér hvernig ég geti útskýrt í hverju háskólanám mitt er fólgið, þ.e. BA námið við Háskóla Íslands, kúrsarnir sem ég tók í viðskiptafræði, MA-LM námið og STM námið í Trinity Lutheran Seminary. Hér er yfirlit yfir sumt af því sem ég hef kynnt mér.

BA-nám í guðfræði (90+ einingar)
Meðal námskeiða í BA-náminu í guðfræði voru grunnnámskeið í félagsvísindum, m.a. í Afbrotafræði, Fjölmiðlafræði, Heilsufélagsfræði, Trúarlífsfélagsfræði og námskeið kallað Uppeldi og samfélag sem skoðaði uppeldiskenningar í ljósi póstmódernískra hugmynda. Þá tók ég námskeið um ofbeldi í fjölskyldum þar sem ég skoðaði fjölskylduofbeldi innan trúfélaga í lokaverkefni mínu.

Í guðfræði tók ég námskeið um framsetningu kristilegrar siðfræði og framsetningu kristins boðskapar, tók námskeið um íslenska kirkjusögu frá 18. öld og til dagsins í dag, með áherslu á samband ríkis og kirkju. Ég stúderaði djáknafræði og skrifaði BA-ritgerð um hlutverk og stöðu djákna í þjóðkirkjunni 1997.

Viðskiptafræði (12ein)
Árið 2002-2003 tók ég síðan grunnnámskeið í viðskiptafræði á BA-stigi, m.a. Stjórnun I, Stærðfræði I, Rekstrarhagfræði I og Þjóðhagfræði I. Það þarfnast vart frekari skýringar.

MALM í Trinity Lutheran Seminary
Í MALM náminu mínu lagði ég áherslu á safnaðaruppbyggingu og fræðslu. Upptalningin hér er ekki tæmandi en ég tók námskeið um Fermingarfræðslu, hvernig fræða má um kristniboð og hjálparstarf, um fjölskyldustarf í söfnuðum og Hvernig hægt er að kenna um Biblíuna.

Ég tók námskeið um breytingastjórnun við Methodist Theological School in Ohio, MBA námskeið um hegðun fyrirtækja við Capital University, námskeið um hlutverk presta sem leiðtoga við TLS, kynnti mér viðbrögð kirkna við hamförum í vettvangskúrsi í New Orleans og lærði um starf kirkjunnar í miðborgarsamfélagi Detroit.

Þá tók ég kúrsa um kynlífssiðfræði og heilsu- og lífsiðfræði.

STM í Trinity Lutheran Seminary
Áherslan í STM náminu var á snertifleti kirkjufræði og starfsháttafræða. Ég tók leskúrs um kirkjufræði, tók kúrs í trúboðsfræðum og kynnti mér trúarlíf í frumkristni.

Ég kynnti mér kenningar um keltneskan kristindóm, tók námskeið um emergent kirkjuhreyfinguna, sat námskeið um starf með ungu fólki, tók vettvangskúrs um gagnkvæmt hjálparstarf, ég tók þátt í námskeiði hjá Bexley Hall um safnaðarstarf í biskupakirkjunni og tók námskeið í The Ohio State University um samstarf ólíkra fagstétta sem starfa með fólki.

Ég tók leskúrs í leiðtogakenningum og skrifaði ítarlega meistararitgerð þar sem ég dreg upp guðfræðilegt módel af kirkju/söfnuði og gef innsýn í hvernig hægt er að notast við Balanced Scorecard til að meta árangur í kirkjustarfi.

Í þessari upptalningu hef ég ekki nefnt ýmis grunnnámskeið í Biblíufræðum, trúfræði, kirkjusögu, helgihaldsfræðum og trúar- og uppeldisfræði, en slík námskeið voru hluti af námi mínu bæði á Íslandi og í Ohio.